SÁM 84/42 EF

,

Ömmu heimildarmanns, Ólínu Friðriksdóttur í Svefneyjum, dreymdi eina nótt að kona kæmi til hennar og bæði hana að ganga með sér í Urðeyjarhól. Þegar hún kemur þar inn sér hún konu liggja á sæng. Konan biður hana að hjálpa sér og fara höndum um hana og fæðist þar barn. Ólína gengur svo heim til sín. Um haustið fann fjósakonan bréf stungið niður með rein í meisanum merkt Ólínu. Í því var fallegur silkiklútur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/42 EF
EK 64/47
Ekki skráð
Sagnir
Ljósmæður hjá álfum og verðlaun huldufólks
MI F200, mi f372.1, ml 5070, tmi m31, tmi k61, tmi m351 og ml 6020
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristín Pétursdóttir
Thorkild Knudsen og Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.09.1964
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017