SÁM 89/1824 EF

,

Loftur varð úti á leið úr Sauðlauksdal inn á Barðaströnd. Fyrir ferðina fær hann nýja peysu en gamall maður spáði því fyrir að þetta yrði líkklæði hans. En ekki lagði Loftur mikinn trúnað við það. Loftur var úti og fannst ekki fyrr en um vorið og heitir það Loftabrekka þar sem að hann fannst. Um haustið fara systkini út á grasafjall um haustið og dreymir þá strákurinn að Loftur vitji hans. Segist hann muna fylgja honum fyrst um sinn. Seinna fer þessi piltur í ferð ásamt öðrum og skellur þá á stórhríð. Þeir villast og verða að leggjast fyrir. Pilturinn bar síðan ferðafélaga sinn heim á bæ þar skammt frá. Þegar þeir koma þangað spyr bóndinn hvar þriðji maðurinn sé og lýsir hann honum fyrir þeim. Lýsingin passar þá við Loft. Þegar pilturinn sofnar dreymir hann að Loftur komi til sín og segist ætla að kveðja hann og hætti hann þá að fylgja honum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1824 EF
E 68/28
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, draumar, fylgjur, prestar, sjósókn, ferðalög, slysfarir, yfirvöld og fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Málfríður Ólafsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017