SÁM 88/1527 EF

,

Á kaþólskum tíma þegar ekki mátti borða kjöt á föstunni bjó bóndi í Höfða í Biskupstungum. Hann hélt ekki eins fast við þessa siði eins og vera átti. Þjónar Skálholtsbiskups voru sendir til að komast að því ef ekki var farið eftir þessum siðum. Bóndinn í Höfða sat inni um kvöld, borðaði kjöt og velti fyrir sér hvað biskup í Skálholti myndi segja ef hann vissi að hann væri að borða kjöt. Þá heyrðist fyrir utan gluggann að biskup skyldi fá að vita það fljótlega. Bóndinn skutlaði hnífnum út um skjáinn og fór hann í auga þess sem stóð fyrir utan gluggann. Biskup reiddist og missti bóndinn jörðina í hendur stólsins fyrir bragðið. Heimild að sögunni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1527 EF
E 67/45
Ekki skráð
Sagnir
Sagðar sögur, matreiðsla, yfirvöld og biskupar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hinrik Þórðarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
01.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017