SÁM 90/2151 EF

,

Hörgslandsmóri var umtalaður draugur. Hann var sending til vissrar ættar og var í hundslíki. Hann gerði ýmsan skarkala og usla. Gísli á Melhól sagðist oft hafa séð hann. Það kom alltaf eitthvað fyrir þegar að ættmenni draugsa voru á ferðinni. Erlingur sagðist einu sinni hafa séð hann. Hann var þá á ferð og sá hann þá hund koma vestan undir bænum og fara vestur tún. Móðir hans var heima og sagðist hún hafa heyrt mikinn hávaða eins og stóð hefði farið um. Stuttu seinna kom útreiðarfólk þar að og reið einn maður sömu slóð og hundurinn hafði farið og var hann af þeirri ætt sem talið var að móri fylgdi. Matthildur var af þessari ætt og var talið að draugsa hafi verið vart í Vík eftir að hún flutti þangað.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2151 EF
E 69/97
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar , fylgjur , sendingar og heyrnir
TMI B201 og tmi d301
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Einar J. Eyjólfsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.11.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017