SÁM 86/825 EF

,

Guðmundur Guðnason vakir yfir veikum manni. Í Hælavík var tvíbýli og á öðrum bænum veiktist maður snögglega og var vakað yfir honum. Göng voru á milli bæjanna. Eina vökunóttina þegar Guðmundur ætlaði að vekja bróður sinn, sá hann sýn í göngunum. Það var maður sem stóð í hvítum klæðum og snéri baki í hann. Guðmundur sá hann vel. Hann var dökkhærður með mikið hár. Guðmundi brá og hopaði aftur á bak. Þeir fóru svo tveir að gá aftur, en þá var ekkert þar. Sumir töldu þetta vera fyrirboða. En veiki maðurinn dó ekki, en var mjög veikur seinni hluta þessa vetrar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/825 EF
E 66/67
Ekki skráð
Sagnir
Afturgöngur og svipir , draugar , fyrirboðar og furður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórleifur Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.11.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017