SÁM 91/2364 EF

,

Segir fyrst frá hrafninum og að hann sé mikill uppáhaldsfugl á Ströndum, vitur fugl og líflegur. Síðan frá Jóni Melsteð sem hét sjálfum sér að eiga vingott við fyrstu konuna sem hann hitti ef hann bjargaðist af sjó og helst geta henni barn. Þetta gekk eftir og hann átti barn utan hjónabands. Jón var mikill veiðimaður og Helga kona hans gaf oft fátækum. Einn morgun er Jón var á sjó lét hrafninn kynlega. Helga velti því fyrir sér hvað krummi væri að reyna að segja henni og orti vísu þar sem hún lofaði honum hlut ef hann væri að segja henni frá afla: Þú ert nokkuð kátur krummi. Jón kom heim með spröku og Helga trúði því að þetta hefðu verið fréttirnar sem krummi var að segja. Krummi hnuplaði stundum lömbum en þá aðeins þeim lömbum sem ekki voru líkleg til að lifa. Hann var með þessu að sjá ungum sínum fyrir fæðu líkt og mannfólkið gerir


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2364 EF
BE 70/6
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Áheit og fuglar
Ekki skráð
Þú ert nokkuð kátur krummi
Mælt fram
Ekki skráð
Guðjón Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Helga Guðmundsdóttir
11.07.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017