SÁM 94/3857 EF

,

En töluðuð þið alltaf íslensku hér saman? sv. Alla tíð og gerum enn í dag. sp. Hvernig lærðir þú ensku þá? sv. Well, meira bara þegar krakkarnir fóru að ganga á skóla. Þá fór ég að lesa með þeim svo var það, mér gekk svo vel að læra. Ég var búin að fara á barnaskóla á Íslandi. Fór fyrst og rollinga skóla sem það kallaði, sem eins og kindergarten en býst ég við hér. Og krakkarnir sem voru í háskólanum þeir voru svo (rússmiklir?) þegar þeir mættu okkur og sögðu: „Ó, þið eruð nú bara úr rollingaskóla“, og við urðum sneipt því við héldum að við værum að ganga menntaveginn líka. sp. Hvernig var þetta, lásuð þið mikið af íslensku þá líka, heima? sv. Já, það var lesið býsna mikið, pabbi var hrifinn af bókum, las sögur og las og við, og vildi að við læsum en við vorum latar við það. sp. En hvernig var það eftir að þið komuð hingað vestur? sv. Þá lásum við nú voðalega lítið, þá fórum við að vinna út bara og við byrjuðum á fimm dollurum á mánuði. Og unnum frá morgni til kvölds. sp. Hvaða vinna var það? sv. Ég fór á, ég var látin fara á engjar þar sem ég var og hjálpa til við dríla... upp heyinu. Og svar ég að mjólka kýr og svo gera húsverkin og eitthvað held ég þegar bróðir minn kom frá því að vinna þá var ég að skröbba gólfið, skúra sem það kallar á Íslandi. Og hann var reiður og spurði hvort það væri hugmyndin að alveg að drepa mig. Hann hélt að þetta væri alltof hart. En ég var sár að hann var að skipta sér af því. Því mér fannst ég geta það.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál og skólaganga
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019