SÁM 85/288 EF

,

Tvær sögur um skyggni hestsins Dreyra sem heimildarmaður átti. Hann var stór og rauður. Hann virtist sjá ýmislegt sem heimildarmaður sá ekki. Eitt sinn kom Guðjón frá Neskaupsstað síðla kvölds. Þegar hann kom inn að Ingunnarveitu þá brá svo við að hesturinn stóð allt í einu kyrr, horfði í ákveðna átt og vildi bara ganga aftur á bak. Guðjón reyndi að koma honum áfram en ekkert gekk. Hann tók upp svipuna sína, svo fannst honum heyra þyt og við það fór hesturinn áfram. Guðjón lánaði kunningja sínum hestinn og hann skilaðu honum að kvöldi. Bjart var úti. Þegar hann kom suður fyrir brúna þá vildi hesturinn ekki ganga lengra, en að öllu jöfnu var hann fús að koma heim. Hann virtist horfa í ákveðna átt og frýsaði. Maðurinn teymdi hestinn í sveig framhjá þessu og þá gekk allt vel. Heima á bænum voru gestkomandi hjón sem þóttu hafa heldur slæma fylgju.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/288 EF
E 65/17 eða E 65/18
Ekki skráð
Reynslusagnir
Fylgjur, hestar, húsdýr og skyggni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðjón Hermannsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017