SÁM 94/3874 EF

,

Ég get sagt þér skrýtna sögu af hundi líka. Fyrst þegar við fengum reidíóið, radio, þá komu stundum íslenskar messur. Og það var einn sunnudag að mamma og pabbi höfðu farið í næsta hús og voru ekki komin heim, og ég kom inn rétt um þetta leyti. Og ég vissi ekkert af þessari messu, en ég settist við reidíóið og sneri því á. Hundurinn, hann lá í eldhúsinu, fyrir aftan stóna, hún var eins og í miðjum, ...... og kviknaði þar og svo var eins og reidíóið til baka þarna í innra rúminu. Og þegar, já, það var byrjað íslensk messa, það var séra Pétur (?) Pétursson. Messa frá sambandskirkjunni og ég veit ekki fyrri til en Major kemur hlaupandi, sest fyrir framan reidíóið og horfir á það svona, situr góða stund og hlustar, horfir á mig, svo leggst hann niður og sefur. Ég hef aldrei mætt séra .... Ef ég gerði þá mundi ég segja honum að það hefði verið ein sál sem hlustaði á hann (?) hahahahaha. Hann hlustaði á hann, hann kærði sig ekkert um ef það var enska á því. Hann hafði aldrei skipt sér af reidíóinu áður. En þegar hann heyrði íslensku..... Ég hugsa hann hafi kunnað íslensku. Ef ég sagði honum að vera heima þegar ég ætlaði eitthvað, þá var hann farinn; hvurt sem ég sagði honum það á ensku eða íslensku –alveg sama. Eða, þá fór hann ekkert sjáðu, þá sat hann kjurr, en ef hann, var ekki við þegar ég fór þá var vís með að koma. sp. Ef hann fékk ekki skipun um að vera heima? sv. Já.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3874 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Æviminningar
Hundar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019