SÁM 89/1773 EF

,

Frásögn af Guðmundi refaskyttu. Eitt sinn þegar hann var að flytja frá Garði og yfir á Brekku fór hann framhjá Núpi. Heimildarmaður var þarna á ferð ásamt fleirum stúlkum og voru þær allar svartklæddar á svörtum hestum. Þegar þær komu að Núpsánni sáu þær hvar lestin fór fyrir ofan Núp. Guðmundur stoppaði aðeins á Núpi en lestin hélt áfram. Fór heimildarmaður heimleiðis að Núpi en samferðakonur hennar sneru við til síns heima. Guðmundur hélt nú ferð sinni áfram. Guðmundur sagði gamalli konu á bænum að hann hefði séð þrjár svartklæddar konur ríða heim túngarðinn að Núpi og hverfa þar og var gamla konan viss um að nú myndi eitthvað slæmt gerast.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1773 EF
BE 68/7
Ekki skráð
Sagnir
Fyrirboðar, fatnaður og útreiðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Halldóra Gestsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Ekki skráð
27.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017