SÁM 90/2208 EF

,

Oft var talið að menn sem hefðu farist sviplega gengju aftur. Ekki var mikið til af draugasögum en nokkuð af huldufólkssögum. Huldufólk átti að búa víða og menn þóttust sjá það. Einn veturinn taldi heimildarmaður sig sjá þrjá huldumenn. Þrjár manneskjur dóu stuttu seinna en huldufólkinu hafði svipað til þessa fólks í útliti. Hellir er hjá bænum vestan við ána og hann er stór. Þar átti að vera allt fullt af huldufólki. Sumir sáu að það við að þvo þvott í ánni. Heimildarmann dreymdi nokkrum sinnum huldufólk. Hann dreymdi einnig að hann kæmi inn til huldufólks. Ef farið var inn til huldufólks þurfti að skilja eitthvað eftir í dyrunum til að rata út aftur. Heimildarmaður segist alltaf hafa munað eftir því. Einu sinni dreymdi heimildarmann að það væri ljós í brekkunni þar sem hann lá. Þegar búið er að kveikja inni á bænum lýsist brekkan upp. Engir álagablettir voru þarna.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2208 EF
E 70/1
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, huldufólkstrú, hellar og búskaparhættir huldufólks
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Vilhjálmur Magnússon
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017