SÁM 90/2144 EF

,

Kitti í Selinu var fátækur maður en duglegur að bjarga sér. Einu sinni kom hann til Ólafs bónda í Hvallátrum og þá var sláturtíð. Bauð Ólafur honum að fá innvols úr einni kúnni en Kitti vildi fá sviðin líka. Halldór Laxness fór til Kitta því að Kitti þótti vera sérstakur. Kitti var ekki kjáni. Halldór var þarna nokkurn tíma og margir telja Kitta fyrirmyndina að Bjarti í Sumarhúsum. Halldór hafði gaman af því að tala við Bjarna gadd í Flatey. Bjarni var vel lesinn maður. Hann hallaður alltaf undir flatt og fékk þá viðurnefnið hallinkjammi. Hann var einnig nefndur suður á við því að hann var alltaf að fara suður á eyju á bókasafnið. Það safn var með betri bókasöfnum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2144 EF
E 69/92
Ekki skráð
Sagnir
Afreksmenn , viðurnefni , skáld og bækur og handrit
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Davíð Óskar Grímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.10.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017