SÁM 86/855 EF

,

Móðir heimildarmanns sagði strákunum að bera virðingu fyrir huldufólki og vera ekki að angra það. Faðir heimildarmanns trúði ekki á huldufólkið og risti torf í landi huldufólks. Um nóttina dreymdi mömmu Kristins konu sem bað hana að afstýra því að maðurinn hennar risti torf í landi þeirra. Þegar hann ætlaði að byrja brotnaði ljárinn. Mamma Kristins varaði mann sinn við en hann sagði hana hjátrúarfulla. Á þriðja degi risti hann 80 torfur án þess að láta konuna sína vita, en hún ávítaði hann fyrir og sagði að honum ætti eftir að hefnast fyrir. Á fjórum dögum missti hann áttatíu lömb. Einnig missti hann sauði og kýr drápust. Nóttina eftir dreymdi mömmuna huldukonuna sem sagði að þar sem hún hefði reynt að berjast fyrir því torfið yrði ekki rist, ætli hún því ekki að hefna sín meira. Nú leið langur tími og kindurnar voru hafðar í kvíum. Pabba heimildarmanns dreymdi bláklædda konu koma til sín. Hann bað hana fyrirgefningar og spurði hvað hann gæti gert fyrir hana. Huldukonan sagðist þurfa fá mjólk um veturinn. Mömmu heimildarmanns dreymdi hana líka þar sem hún kom og bað um mjólk. Fram undir vor fékk huldukonan mjólk. Einn daginn um vorið dreymdi hana sömu konuna sem þakkaði fyrir mjólkina.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/855 EF
E 66/85
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólkstrú, hefndir huldufólks og nauðleit álfa
MI F200, mi f210, tmi g1301, mi f330, mi f332, ml 6015a og scotland: f87
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristinn Ágúst Ásgrímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017