SÁM 94/3844 EF

,

Hvernig var með heilsufarið þarna á ykkur, urðuð þið aldrei veikir? sv. Það hef ég nú oft hugsað um hvað þetta er; veistu það að þegar þú ert í burtu frá öllum, það er eiginlega einkennilegt, sjáðu, við skulum segja að fá hósta eða cold, you know, cold, hvað er það? sp. Kvef. sp. Kvef bara, já. Þetta er í loftinu, það er enginn efi á því. Þú ert norður á vatninu, þú fékkst aldrei nokkurn tíma kvef. Þú sást aldrei neinn allan veturinn, þú varst norður frá sema við köllum norður á vatni, hundrað mílur norður hér; Um leið og þú komst heim inní bæinn, þá fengu allir kvef. Þú varst aldrei veikur. Það er voða skrýtið, voða skrýtið. sp. Geturðu sagt mér hvernig þér leið þegar þú fékkst kvef td? sv. Hérna? sp. Hvernig lýsti það sér? sv. ..... fær það alltaf. Það var bæði leiðinlegt og ónotalegt. nei, en þú ert, varst aldrei veikur meðan þú varst, ég man aldrei að hafa orðið veikur norður á vatni. Það rétt heyrðist um að maður fékk botnlangabólgu eða eitthvað svoleiðis og dó. En það bara rétt heyrðist um það. Þeir sýndust aldrei veikir. Ég fékk..... minn norður á vatni og þegara seinasti báturinn sema fór, við skulum segja endann á október, þá þurfti ekkert meira, við höfðum ekki einu sinni, sími eða neitt. Og þarna vorum við bara, það eina sema hjálpaði okkur að, held ég hafi verið drottinn eða eitthvað, ....... ég hafði tvö börn þarna og konuna, það var ekki hlaupið til læknis fyrr en, you know, þú veist hvað ég meina. Ég held að við séum orðnir allir frekar liðugir. sp. En var ekki eitthvað fleira en kvef? Sem gekk hér í bænum? sv. Ó, þú fékkst alla barnaveiki og allt svona; mislingarnir og hitt og annað, jájá, og bólguna, mumps, ég man ekki hvað það er. sp. Hettusótt? sv. Hettusótt, já.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3844 EF
GS 82/2
Ekki skráð
Lýsingar
Veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ted Kristjánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 25.02.2019