SÁM 85/279 EF

,

Nafnið á Líkavötnum er þannig til komið að sagan segir að menn hafi farið þangað til að veiða silung á bát. Í vatninu er hólmi og þar lögðust mennirnir niður til að hvíla sig og þar sofnuðu þeir og misstu bátinn frá sér. Dóu þeir síðan þarna í hólmanum. Heimildarmanni finnst þessi sögn þó nokkuð ótrúleg þar sem að silungsveiði og öll skilyrði til hennar í vatninu séu léleg. Einnig hafa menn talað um lík hafi fundist skammt frá vötnunum og af því dragi þau nafn sitt. Talið er að líkið hafi verið af strokufanga sem slapp frá Djúpavogi. Finnst heimildarmanni það einnig ólíklegt því að nafnið sé mun eldra en sá atburður. Segist hann hafa verið kunnugur þeim mönnum sem að líkfundinum komu. Mönnum greinir einnig á um hvort að nafnið á vatninu sé Líkavötn eða Líkárvötn. Sé það síðarnefnda rétt telur heimildarmaður að nafnið sé dregið af ánni. Úr vatninu falla tvær ár, ein af ofan og önnur að neðan. Greinir mönnum á um hvor áin heitir Líká. Segir heimildarmaður að nafnið og áin hafi verið í alfaraleið. Finnst honum ekki ólíklegt að menn hafi farist á þessari leið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/279 EF
E 65/12
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , fiskveiðar , slysfarir , staðir og staðhættir , bátar og skip og sakamál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hrólfur Kristbjarnarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017