SÁM 90/2177 EF

,

Draugagangur var við Steinsvað sem er við Grímsá. Þarna drukknuðu þrír menn. Ólafur á Hvítárvöllum seldi brennivín og fóru kaupamenn alltaf á sunnudögum þangað til að fá sér vín. Eitt sinn fóru nokkrir þangað og drukku þeir nokkuð stíft. Páll var skyggn og hann fór á eftir mönnunum en sagði þegar að hann kom heim að hann hefði séð þá ríða á undan sér yfir ána á Steinsvaði. Hann taldi upp litana á hestunum og það passaði við lit þeirra hesta sem að höfðu farist í ánni með mönnunum. Páll sagðist nærri því hafa verið farinn á eftir þeim en ákvað síðan að gera það ekki. Sagt er að mennirnir hafi oft sést þarna þrír á reið. Eitt sinn voru tveir menn að leiða kú yfir Hvítá á ís. Þegar þeir voru komnir út á ána sá annar þeirra mann á undan sér og taldi hann það vera félaga sinn. Hann gekk á eftir honum en leit síðan við og sá að félagi hans var á eftir honum. Þegar hann leit við aftur stóð hann á vakarbarmi.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2177 EF
E 69/114
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , ár , afturgöngur og svipir , búskaparhættir og heimilishald , slysfarir og skyggni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Málfríður Einarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.12.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017