SÁM 85/300A EF

,

Draugur fylgdi móðurætt heimildarmanns. Eina nótt dreymdi móður hennar draug sem ætlaði að gera henni illt. Hún sneri á hann og sagði honum að ríða húsum á Felli og láta sig í friði. Móri kom til hennar þrisvar sinnum um nóttina og ætlaði að gera henni illt en hún sendi hann alltaf að Felli. Daginn eftir kom maður frá Felli sem sagði að engum hefði verið svefnsamt þar um nóttina því það var alltaf hamast á bænum. En Móra sá móðir heimildarmanns aldrei aftur.


Sækja hljóðskrá

SÁM 85/300A EF
E 65/25
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, fylgjur, reimleikar, ættarfylgjur og draugar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hallbera Þórðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
08.09.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017