SÁM 94/3875 EF

,

Hvernig var það eftir að þú komst hingað, fékkst þú þér aðra vinnu hér í bænum? sv. Nei, ég, það var sama sem ekkert. Það var, það var svo stuttur tími til þess að gera, þangað til þau veiktust. Þau eiginlega voru, þau voru bæði veik þegar að, þegar að það kom inn hingað. Það varð ekkert úr því. sp. Hvað var það í mörg ár sem þið bjugguð hér saman? sv. Við vorum hér ellefu ár, eða ég var, já, það voru ellefu ár. sp. En sem að foreldrar þínir bjuggu með þér? Var það í 11 ár? sv. Já,.... við komum inn um haustið, nítján fimmtíu, nítján fimmtíu og eitt, þá var gott ár. En nítján fimmtíu og tvö var pabbi voða veikur um haustið. Og hann dó átjánda júní nítján fimmtíu og þrjú. Og þá, mömmu rúm var hér og hans þarna. Og þá var hann búinn að fá slagið og hún var rúmföst alla tíð. Nema það sem ég tók hana upp, ég gat haldið henni uppi og tekið hana. Látið hana ganga útað dyrunum. Og ég tók hana alltaf upp úr rúminu og hún var alltaf í stólnum sínum að minnsta kosti fjórum sinnum á dag. sp. En meðan þið voruð þarna við búskapinn á vorin, hvernig breyttust svo skyldustörfin? Hvað var það fyrsta sem þið fóru að gera vorin, þegar ísa leysir? sv. Ég man það ekki, það var svona ýmis, maður gerði nú töluvert af því að hreinsa. Þó maður hreinsaði ekki mikinn skúm, þá voru hreinsaðir blettirnir sem voru brotnir upp og það var hægt að tína þetta saman og taka rætur upp og taka fiska og þvíumlíkt. Það var alltaf nóg að gera, þú veist. Það sýnist ekki vera mikið en vinna samt. sp. Báruð þið eitthvað á grasblettina þarna eða? sv. Bara sem kom frá fjósunum. Það var borið á það. Það var, maður vann á því með, á vorin, en það var nú ekki svo mikið. En svo var svo blautt........ mikið afrennsli. Og það varð nú eiiginlega til þess að við fórum. sp. Lentuð þið í því á hverju vori? sv. Það var misjafnt eftir því hvað vætusamt var, en ef það komu miklar rigningar þá gat allt farið á flot. Eitt sumarið sem kom svo mikil rigning snemmvegis að það alveg helltist úr loftinu. Og þá var komið, komið flóð, flæddi alveg upp á land úr fljótinu, allt í einu, þar sem maður ætlaði að fara að slá. Maður sló þar sem var þurrt fyrst og reyndi að hafa hey snemma slegið. En heyskapurinn tók tíma þó hann byrjaði, það tók mann að minnta kosti tvo mánuði heyskapur með einu uxatími, bara við tvö kannski. sp. En faðir þinn hefur ekki farið frá um heyskapartímann, er það? sv. Nei, hann vann út, þangað til um heyskapartímann yfirleitt og eins á haustin því að þá, seinni árin þá vann hann iðulega. ...... sp. Voruð þið farni að fá vélar einhverjar? sv. Við höfðum aldrei neinar vélar nema bara sláttuvél og hrífu og eitthvað svoleiðis. En maður keypti vinnuna sem að þurfti að gera með vélum. sp. Þið hafið ekki fengið traktor? sv. Nei. sp. Var það komið víða þá þegar þið hættuð búskap? sv. Já, þeir eru komnir víða þegar við hættum búskap. Það var þó nokkuð lengi, þá var einstaka maður sem hafði þá og vann út með þeim. Til að byrja með, nema þá betri bændur. Við vorum ekki, vorum ekki betri bændur, höfðum, bara höfðum lítið land og –og kannski lítið, til þess að gera lítið hreint á því. En þar sem var meiri vinnukraftur þá, þá var meira gert.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3875 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Búskaparhættir og heimilishald
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019