SÁM 90/2236 EF

,

Heimildarmaður hefur komist í kynni við sæskrímsli en hefur reyndar aldrei fengið útskýrt hvað þar var á ferðinni. Hann fór út að Ósi í Dynjanda með tvo hunda með sér, þá var hann 23-24 ára. Þetta var um haust í mikilli rigningu, um átta eða níu að kvöldi. Þegar hann kemur inn að Hlaðsnesi fara hundarnir að hlaupa um og ýlfra, sama þótt hann skammi þá. Hann heyrir svo læti koma frá fjörunni. Heyrir grjótið hrynja til eins og stigið sé þungt til jarðar. Fjaran þarna er með frekar stórgerðri möl. Það voru svona 5-600 metrar frá honum og niður að fjöru. Hann heyrir líka andardrátt og fruss, líkt og einhver eigi erfitt með að hreyfa sig í fjörunni. Hann heyrir þetta alla leið og inn fyrir Deild sem er rúmur kílómetri að lengd. Eftir það liggur vegurinn niður að sjó, fjaran breytist líka og tekur við mjúkur sandur það sem eftir lá heim að bænum. Hundarnir hlupu nú á undan heim, geltandi og ýlfrandi. Heimildarmaður fór niður í átt að sjónum en þó ekki alveg niður á göturnar og hélt sig smá til hliðar við fjöruna. Þá hvarf það sem verið hafði í fjörunni. Heimildarmaður myndi giska á að þetta hefði verið selur en hann hefur þó aldrei vitað að þeir hafi ferðast svo langt á landi, það eru stór björg þarna í fjörunni og stórgrýtt þess á milli. Stunurnar virtust líka gefa til kynna að erfitt væri fyrir þetta dýr að hreyfa sig þótt það væri að því.

Sækja hljóðskrá

SÁM 90/2236 EF
E 70/20-21
Ekki skráð
Reynslusagnir
Sæskrímsli
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017