SÁM 90/2247 EF

,

Endurminningar um Höskuld bruggara. Heimildarmaður skipti sjálfur aldrei við Höskuld. Hann keypti aldrei af honum þessa íslensku framleiðslu. Var einu sinni með Höskuldi í bíl yfir Hellisheiði, það var líklega á jólaföstu. Þeir voru tveir bílarnir, Höskuldur í einum að koma frá Selfossi en heimildarmaður í hinum að koma frá Hveragerði. Bílstjórarnir töluðust við um að vera samflota yfir Hellisheiði. Það var slæm færð. Jón Brynjólfsson á Ólafsvöllum var í bíl með heimildarmanni. Hann veit að Höskuldur er nestaður og kaupir af honum einn skammt á Hellisheiði. Þegar komið var suður að Kolviðarhóli þarf Jón að fá annan skammt hjá Höskuldi. Allt í krít. Það er líkt og Lefoliis verslunin gamla var, stærri bændur gátu fengið allt í krít. Þessir skammtar voru búnir þegar komið var til Reykjavíkur um kvöldið. Jón lofaði að borga Höskuldi daginn eftir hjá Guðjóni á Hverfisgötunni því þar héldu bændur saman og versluðu mikið. Daginn eftir er heimildarmaður eins og aðrir staddir þarna. Þar hittir hann Höskuld sem spyr hvort hann hafi séð Jón Brynjólfsson, Jón ætli líklega að svíkja sig, en hann eigi hjá honum 2-3 flöskur frá því í gær. Heimildarmaður hafði ekki séð Jón þann daginn. Jón var þá þarna í grennd, hann hafði komist í eldhúsið hjá konu Guðjóns því hann vissi að Höskuldar var von og kærði sig víst ekki um að hitta hann meira því nóg var til af slíku í höfuðborginni. Það eru oft kröggur í vetrarferð. Klúr lausavísa: Oft eru kröggur með konu í ferð


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2247 EF
E 67/4
Ekki skráð
Lausavísur og æviminningar
Ferðalög, brugg og klám
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Jón Helgason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017