SÁM 89/1946 EF

,

Draumar heimildarmanns fyrir snjóflóði í Hnífsdal. Nóttina sem að snjóflóð féll í Hnífsdal árið 1910 dreymdi heimildarmann það að hann væri staddur fyrir utan húsið sitt í Hnífsdal. Hann gengur að húsi Páls Pálssonar og sér hann þá margar líkkistur standa þar á bersvæði. Þær voru misstórar og dökkar á litinn. Sá hann menn þar nálægt og spurði hann þá hvað verið væri að gera við þessar kistur. Fékk hann það svar að verið væri að bíða eftir því að séra Guðmundur myndi syngja yfir þeim. Vaknaði síðan heimildarmaður. Um morguninn fór heimildarmaður í verslunina til föður síns og var hann þá að vara mann við snjóflóði en hafði varla sleppt orðinu þegar snjóflóð féll á bæinn. Þegar heimildarmaður var ungur dreymdi hann Pál gamla en Páll var búinn að vera veikur lengi. Fannst honum Páll vera ríðandi á bleikum hesti og hann var dáinn daginn eftir. Þegar heimildarmaður var um fermingu var hann oft að hjálpa sjómönnunum þegar þeir komu að landi. Halldór var formaður og talaði hann oft gáleysilega og var því trúað að það hefði verið honum að aldurtila.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1946 EF
E 68/106
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, slysfarir, fyrirboðar, náttúruhamfarir og snjóflóð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valdimar Björn Valdimarsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 89/1947 EF

Uppfært 27.02.2017