SÁM 86/872 EF

,

Maður heimildarmanns var mjög berdreyminn maður og dreymdi oft fyrir vissum atburðum. Heimildarmaður dreymdi hinsvegar aðeins fyrir veðrinu. Maður hennar var bjartsýnn og glaðlegur maður og útlagði draumana oft sér í hag. Einn morgun sagði hann henni frá draumi sínum en þetta var á kreppuárunum. Sagðist hann hafa dreymt fyrir velgengni. Sagðist hann hafa dreymt að hann væri í svörtum fötum með ýmsum gyllingum. Um hálsinn var hann með kross sem á stóð 1941. En hann dó árið 1941.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/872 EF
E 67/1
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og feigð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jónína Eyjólfsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017