SÁM 89/2079 EF

,

Hvernig heimildarmaður varð myrkfælinn. En það var þó helst á Lónseyri sem að það var. Þegar heimildarmaður var lítill ætlaði hann til foreldra sinna í fjósið. Hann þurfti að fara fram í göng en fór vitlausa leið og fór inn í eldhúsið. Þar orgaði hann og foreldrar hans komu til hans. Uppfrá þessu var heimildarmaður myrkfælinn á Lónseyri. Afi heimildarmanns sagði að það væri draugur undir hellunni. Víða fór heimildarmaður og gat þá verið í myrkrinu og varð ekki hræddur. Ónot komu þó í heimildarmann á einum stað og var honum sagt að þar hefðu tveir strákar einu sinni verið að fljúgast á og drukknað báðir. Einu sinni var heimildarmaður á sjó og greip hann þá myrkfælni.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/2079 EF
E 69/45
Ekki skráð
Reynslusagnir
Reimleikar og myrkfælni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017