SÁM 94/3859 EF

,

Manstu hvernig þessi skinn voru verkuð sem voru notuð í skóna? sv. Það var...... Það var alið upp kannski ungviðið tilsað slátra á haustin og það var, skinnin voru gjörvuð eða rakað allt hárið og þetta var búið til þessir skinnskór barasta. Bara eins og litlar (sveipur?), skinnskórnir. sp. Menn hafa ekki lært neitt af indjánunum að reykja skinnin? sv. Ég veit ekkert um það. Ég veit ekkert um hvað þeir gerðu, því það var engin, ég man aldrei eftir indjánum í mínu, á mínum fyrstu árum hér. Jú, ég man eftir því að það kom, því að við áttum heima við aðalbrautina á Mýrum, hét landið, og það fór framhjá nebblega hér rétt hjá, fyrir framan heimilið þarna og þeir, indjánarnir voru – fjarska mikið af indjánum sem ferðuðust á hunda, á þessum, bara á hundum og sleðum svoa en þeir, við höfðum ekkert af þeim að segja samt. Þeir, það var enginn á skóla af indjánum, þegara ég var á skóla. En þeir komu, þeir voru að ferð- að flækjast þarna í kring, upptil Selkirk helt með að selja þessi skinn – þeir voru að ná þessum, veiða þessi smádýr, skonka og allrahandana og þeir gátu farið með þetta og þeir fóru svo á þessum hundatreinum og upp til Selkirk. Það var aðallega þar sema þeir vesluðu. Og þeir þurftu að fara á brautina. Við vorum alveg við aðalbrautina þegar við vorum þarna útá landi, á Mýrum, þarsem, tvær og hálfa mílur suðraf Gimli, þarsem, meðan ég var þar unglingur, þangað til ég fór alveg burtu bara að vinna í. sp. Þið hafið ekkert séð þessa skó þeirra, mokkasíur? sv. Þeir höfðu alltaf þessar moccasins, já. sp. En þið hafið ekki séð það neitt? sv. Það var brúkað mikið hjá okkur, drengirnir brúkuðu mikið af því á veturna, þessa moccasinsskó og sumir höfðu robber, eins og robber utanyfir. Það var ansi mikið af þessu, bara heimabrúkuðum skinnskóm. Þetta höfðum við, sumir voru nú bryddaði, veistu hvað það var? Það átti nú að vera sunnudagaskórnir, kindaskinn og bryddað kindaskinn og ég man eftir því að það var skafið og skafið þangað til það var hérumbil hvítt. Þegara það var að brydda skóna. (Við dóttur sína: Þú veist nú ekkert um það hvað ég meina) ((Dóttirin: Jú jú)). Já, og það var aðal, þetta var nú barasta sunnudaga, sunnudagaföt að vera í brydduðum skóm. sp. Fór fólk í önnur föt á sunnudögum dáldið? sv. Ójá, það fór nú í betri föt á sunnudögum, mikil ósköp, jájá. sp. Hvernig voru sunnudagafötin þá? sv. Ó, þetta var kjólar á stelpurnar og, léreftskjóla og, en strákarnir voru nú, allt var það hérumbil heimatilbúið. Þeir voru í litlum treyjum og buxum, strákarnir, en ég man aldrei eftir að við hefðum, við höfðum nú einhver yfir, yfirhafnir, kót eða svoleiðis. En man ekki eftir að, Valdi átti aldrei neitt fyrr en hann var orðinn sextán ára gamall og mamma gaf honum einu sinni kót og það var nú meiri dýrðin. Ég held að allir strákarnir hafi átt kótið, brúkað hvur eftir annan. Jóhann, ég man eftir Jóhann hafði það og þeir voru nú strákar þrír þarna.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3859 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019