SÁM 86/858 EF

,

Eymundur í Dilksnesi var fyrirtaksmaður. Hann var mikið skáld. Hann var góður smiður bæði á tré og járn og mjög góður sjómaður. Einu sinni smíðaði hann fæðingartengur. Enginn læknir var viðstaddur þegar kona ein lagðist á sæng og var þá Eymundur sóttur. Hann smíðaði tengurnar og náði barninu lifandi. Hann eyðilagði síðan tengurnar því að hann vildi ekki þurfa að standa í barnsfæðingum að staðaldri.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/858 EF
E 66/86
Ekki skráð
Sagnir
Afreksmenn, smíðar, sjósókn, skáld og fæðingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017