SÁM 89/2023 EF

,

Draumar og forspár. Þorleifur í Bjarnarhöfn var dulrænn og hann gat róið og sent menn á fisk. Hann sagði nákvæmlega hvar ætti að renna. Eitt sinn sagði hann mönnum að renna hjá stórum steini því að þar væru 4 lúður. Mennirnir voru vantrúaðir á þetta en drógu allar lúðurnar. Ingimundur Jónsson var dulrænn og hann gat séð hluti sem að ekki voru komnir fram. Heimildarmaður gekk með honum á götu í Flatey og gengu tveir menn á undan þeim. Sagði hann að þeir ættu að fara að drukkna. Þessi sömu menn drukknuðu tveir á báti þegar þeir voru að vitja um selanet.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2023 EF
E 69/6
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, fiskveiðar, sjósókn, slysfarir, spádómar, skyggni, selveiðar og kraftaskáld
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Davíð Óskar Grímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.01.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017