SÁM 85/227 EF

,

Um Þorstein Gissurarson tól á Hofi í Öræfum (f. 1767). Hann var þjóðhagasmiður og smíðaði t.d. öll sín smíðaverkfæri sjálfur. Þegar Þorsteinn var að alast upp var hann fjörmikill unglingur, en svo veikist hann hastarlega á 16. ári og var ekki talið einleikið. Hann hafði farið í kindaleit í Hvannadal með öðrum piltum. Það var nýfallinn snjór þar og þeir fundu spor sem líktust mannssporum en heldur stærri og lengra á milli þeirra. Þorsteinn fór að hlaupa í þessi spor og þurfti að hafa sig allan við. Hann hafði orð á því að sá eða sú hefði verið ansi skrefdrjúg. Um nóttina veiktist hann. Móður hans dreymir tröllkonu koma til sín sem sagði að það hefði verið óþarfi að hafa glens um spor hennar og honum myndi hefnast fyrir það. Hann bar þess minjar til dauðadags því fætur hans krepptust um hnén. Heimildir að sögninni. Þorsteinn orti kvæðið Æviraun, en það er ævi hans sett í ljóð.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/227 EF
E 66/23
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , æviatriði , sagðar sögur , smíðar , viðurnefni , tröll og veikindi og sjúkdómar
MI F455
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorsteinn Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.08.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017