SÁM 94/3863 EF

,

Hvað voruð þið með þarna af tækjum? sv. Pabbi hafði sláttuvél og hrífu og hesta og hérna, hann hafði við kölluðum sweep, það er til að draga saman heyið með, stakkaði bara með fork bara, við höfðum ekki heystakkara, hann stakkaði bara af grind með heyfork, hvísl. sp. En voruð þið ekki með einhverjar þreskivélar? sv. Nei, pabbi hafði ekkert korn, nei. Og þeir sem að höfðu korn þar í kring, þeir fengu vanalega einhver til að koma inn til að þreskja fyrir sig. Einhvern sem hafði dáldið stór tæki. Hann kom með nokkra menn og þreskitæki og fór í kring og þreskti fyrir fólk. sp. En hvernig var með mjólkina? sv. Við mjólkuðum bara með höndunum og aðskildum bara með skilvindu. sp. Svo hafiði selt rjómann? sv. Já, við seldum rjómann en bjuggum til skyr og drukkum öll ósköp, þú getur nærri tíu krakka, við vorum tíu systkinin, drukkum öll ósköp af mjólk. Þess vegna vorum við öll svona feit og sælleg. sp. Þið hafið kallað þetta skilvindaða mjólk? sv.Aðskilja, já. sp. Nei, þið hafið talað um skilvindaða mjólk ekki....? sv. Já, skilvinduð mjólkin var undanrennan. sp. En var það notað, undanrenna? sv. Við notuðum mest undanrennuna, við tókum alltaf af nýmjólk til að drekka fyrir okkur en aðskildum hitt og seldum rjóma. sp. Gerðuð þið þá osta? sv. Mamma bjó til skyr alltaf, nei, mamma bjó ekki til ost en hún bjó til skyr, við borðuðum mikið skyr og hérna, ég hélt því áfram eftir að ég kom hérna þá keypti ég aldrei ungbarnamat eins og þeir kaupa í búðunum og svoleiðis. Ég gaf krökkunum frá því þau voru tíu daga gömul, þá for ég að gefa þeim skyr og þau eru uppalin öll á skyri enda hafa þau öll góðar tennur. sp. Bjóstu það til sjálf þá? sv. Já, já alltaf. Ég bjó alltaf til skyr og ég gaf skyr alveg hreint eins og ég veit ekki hvað, ég fór með margar fötur af skyri hérna og gaf gamla fólkinu á gamalmennahælinu. Ég fór til, ég fór út um allt með skyr, ég var alveg hreint annáluð fyrir skyr, ég var skyrkerlingin í Árborg er ég viss um að fólk hefur kallað mig. sp. Hvernig gerðir þú þetta, varstu með mikil ílát hér? sv. Ó, ég hafði stórar krukkur niðrí kjallara, tíu gallona krukkur. Bjó skyr í þeim, þær eru ágætar að búa til skyr í. sp. En hvernig er þetta gert? sv. Ég hafði þetta svolítið öðruvísi heldren fólkið gerir flest. Ég er alltaf hreint að flýta mér. Þú getur nærri með sjö krakka hvort að ég hafi ekki haft nóg að gera, mjaltir og allt svo ég tók upp á því að sjóða ekki mjólkina. Taka hana inn bara spenvolga, aðskilja hana og setja hleypirinn í hana volga og ég notaði mysu í staðinn fyrir hleypur.... í staðinn fyrir skyr. Ég notaði mysu og hleypir og setti það í volga mjólkina, hrærði það upp og lét svo stand yfir nótt og síaði svo og það var svo fínt skyr, þú trúir því bara ekki hvað þetta var gott skyr. Allir hældu skyrinu mínu. sp. Hvernig er það þá gert annars? sv. Mjólkin er flóuð og látin kólna niður oní, jaá, en ég flóaði aldrei. Ég mátti ekki vera að því. Og þetta tókst svo ljómandi vel og það vissi enginn muninn. Ég veit það var maður sem sagði mér hann sagði hann borðaði, Gutti Guttormsson skáld, hann var að borða skyr hjá mér og hann sagði: „Það er auðfundið að þú flóar mjólkina þína, það er aldrei eins gott skyr eins og úr flóaðri mjólk“ og ég sagði: „Jæja, það er gott að þér líkar það“. sp. Þú hefur ekki sagt honum frá því? sv. Nei, ég ætlaði ekki að fara að skemma það fyrir honum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3863 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar og æviminningar
Matreiðsla og heyskapur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Margrét Sæmundsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 28.03.2019