SÁM 94/3843 EF

,

Hvernig er svo þegar þú ert fluttur að heima, frá foreldrum þínum, talaðir þú mikið íslensku hér? sv. Já, þessir sjáðu, á okkar aldri, þegar við mætustum eða þegar við vorum norður á vatni í fiski sjáðu, sem við vorum níu mánuði úr árinu; Þetta voru allt Íslendingar ...... þetta var allt íslenska alt og við höfðum kynblendinga að vinna fyrir okkur og þeir þurftu bara að hlusta á okkur. Við vorum andskotans kvikindi. sp. Lærðu þeir þá ekki íslensku? sv. Nei, nei, þeir voru ekkert á því. En núna eins og ég segi, sjáðu, það sem er yngra en, en ég, sjáðu ég er nú sjötíu einhvurn daginn, það, það hefur aungv, .... þá er það búið, sjáðu. sp. Það er einnog einn. sv. Það, voða voða fátt og það er kannski, sjáðu, ef þú ferð norður til Árnes eða Hnausar og það var í Mikley, voða voða sterkt þar, sjáðu. Það var ekki til nema íslenska þar. Nú er allt farið þaðan, sjáðu, börnin, farið út um allt. Sem er ekki annað en von, sjáðu. Þetta er yfir hundrað ár. Það er ekki nema von, það er bara merkilegt hvað lengi, finnst mér, það endist, finnst mér. sp. Já, stórmerkilegt. sv. Það finnst mér, mér finnst að, að; þeir reyndu að gera allt sem þeir gátu að halda því við. sp. En þegar fólk blandar ensku saman við íslenskuna, var talað um það, fannst fólki það slæmt? sv. Neinei, það, það var allt á Íslandi sagði við okkur: „Þið talið svo góða íslensku“ og við vorum náttlega ósköp montnir af því. Hvurt það var nú bara að hæla okkur eða hvað, þetta sagði allt við okkur að úr því að við vorum fæddir í Kanada. sp. En var ekkert talað um það hérna? sv. Nei, sjáðu, þú, þú annaðhvort talar íslensku eða þú talar ensku. Þú veist, ja, það er nú oft að, af þessum sema koma frá Winnipeg, það sem við köllum Winnipeg-Icelanders, þeir eru að koma, það er nú ljóta hrognamálið sema þeir eru með: Finnst þér það ekki það sem þú hefur hlustað á, mikið af þeim? sp. Það er nú misjafnt aðeins. sp. Það er rétt sérðu líka. .......En reyndu að tala við alla hina, þetta er allt saman aftur á bak hjá þeim. Finnst mér, flestir af þeim. sp. Voruð þið þá að segja einhverjar sögur af þeim? sv. Nei nei. Ég kann fáeinar vísur, maður, sjáðu; Það er nú ekki neitt skáldskapur núna eins og var fyrir fimmtíu árum síðan eða sjötíu og fimm árum síðan. Ég veit það voru, það sýndist ekki vera nein, og einn, Káinn Júlíus, hann, hann margar vísur að hæðast að Winnipeg-Icelanders, hefurðu lesið sumt af þeim? Þær eru góðar finnst mér, alveg, ég hef bækurnar hérna ... sp. Er það alveg eins og fólkið talaði, finnst þér? sv. Frá Winnipeg? Já, það er eins og það talar núna það sema þykist vera tala á íslensku. ....... Ég er ekkert að segja að við séum – kunnum; náttlega, sjáðu, hvað kallarðu Grammar á íslensku? sp. Málfræði. sv. Málfræði, það lærði vel, sjáðu, hefðu þeir lært það, sjáðu, allt saman, þá hefðu, þá hefðu þeir getað farið miklu betur með, en þetta var; okkur var aldrei kennt það. sp. Málfræðin á nú að koma á eftir, fólk verður eitthvað að kunna í málinu til að hún komi að gagni. sv. Já, but, efa þú tekur það á sama tíma, efa þú gerir það, mundi þá ekki málið koma út betur, miklu betur? Mér finnst þegara ég era hlusta á íslenskan skáldskap og mér finnst að það sé ómögulegt bara að þýða það inní ensku. Mér finnst það bara aldeilis ómögulegt. Og ég er að segja fólki frá og það segir: „Jæja“ og ég er að reyna að segja þeim hvurnig þetta er á ensku. Og ég segi, það, það er ómögulegt og það finnst mér ennþá og ... mér finnst að málið vera svo fallegt og enskan svo léleg. Hún er það. Enskan, er bara, er það ekki frá öllum öðrum málum. sp. Finnst þér íslenskan svona miklu betra mál? sv. Ó, ... blessaður vertu, það finnst mér. Ég er nú enginn málfræðingur. Það finnst mér. Það er allt, það er einsog ég sagði áðan, það eru orð fyrir öllu, finnst mér. Heldur en ef þú talar á ensku. Það er eins og þú sért að snúa á tóma vitleysu. Nei, mér finnst það. Mér finnst íslenskan vera sérstaklega hreint og kvæðin svo fagur, hvernig, you know, þetta er svo fallig (?) hárið (?) og hitt og annað og skáldskapurinn, eh hvurnig segir þú það?, descriptive, you know, það er melódískt, melódískt, öllu saman að segja frá. sp. Fannst þér fólki finnast þetta hér um íslenskuna, að hún væri betra mál en enskan? sv. Það sema kom hingað, meinarðu, eða hvurt fólk hér. Já, allt sema var, allt, pabbi var ....... lestrarfélagið hérna, sjáðu, sem er ný .......... allar bækur, sjáðu, þarna niðrá safninu ... Það er ekki lesandi. Pabbi las góðar bækur á ensku og mamma líka. Alveg hreint, öll. Og eins og þú veist, hver kaupir meira af bók, bókasalirar og dagleg blöð heldren á Íslandi, þú veist, og eins hér. Íslendingar alveg, hérna alveg einsog á Íslandi .... Alltaf á kvöldin, pabbi las alltaf, sjáðu, svona marga kafla úr bók, hvurt það var hérna eða norður á vatni. Þetta var. sp. Á hverju kvöldi? sv. Á hvurju, ja efa menn voru ekki sjáðu, að vinna, einhvur vinna. Og við sátum og hlustuðum ... á sögur, sjáðu, bæði á íslensku og á ensku. sp. Hvað las hann þá af íslenskum bókum? sv. Fyrir sextíu, fimmtíu sextíu árum síðan? sv. Var hann eitthvað að lesa gömlu sögurnar? sv. Ja, é man það ekki, jájá ég hugsa það. Og eins sjáðu, þegara mamma og pabbi fóru á við skulum segja dans eða leikrit og þá komu svona, okkur þótti þúsund ára gamlar konur sema komu þú veist og ætluðu að setja hjá okur og þær voru alltaf að segja mér draugasögur og hræða okur. Og ég... – þú hefur nóg af því á Íslandi að draugur eða, eða skessa er fyrir aftan hvurt fjall þar á Íslandi, er það ekki?


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3843 EF
GS 82/2
Ekki skráð
Lýsingar
Lesnar sögur, sagðar sögur og tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ted Kristjánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 20.03.2019