SÁM 89/1798 EF

,

Heimildarmann dreymdi að hún væri stödd í kirkjugarði og var verið að taka þar gröf. Tveir menn voru við það og þekkti hún þá báða. Líkkista stóð á bakkanum og var breitt yfir andlitið. Var síðan tekið af andlitinu og horfði heimildarmaður lengi á það og sá sjálfan sig liggja í kistunni. Bað hún mennina um að jarða sig ekki fyrr en hún væri dauð. Stuttu seinna veiktist heimildarmaður og var nærri dáin. Nokkuð var um að menn væru draumspakir. Heimildarmanni fannst vont að dreyma það að hún væri að svamla í vatni. Einu sinni dreymdi hana að hún sæti í brekku fyrir ofan Rangá og voru klettar beint niður í ána. Að lenda í vatni var alltaf fyrir veikindum sem og að dreyma mikið kjöt. Fyrir spænsku veikina dreymdi heimildarmann að hún gengi upp Hallveigarstíg, þar sitthvorum megin hengu á rá svínslæri langan veg. Þegar veikin kom fór heimildarmann að dreyma að hún kæmi inn í hús og var í þeim mikið af kjöti. Þessi hús voru þar sem mikil veikindi eða dauði voru.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1798 EF
E 68/12
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Draumar , veikindi og sjúkdómar og spænska veikin
ML 7080
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Oddný Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017