SÁM 88/1536 EF

,

Ása og Helga voru systur sem bjuggu ásamt foreldrum sínum á bæ einum. Helga var alltaf skilin út undan og á jólum þegar aðrir fóru til kirkju var hún látin vera heima og gæta bæjarins. Sauð hún hangikjötið um kvöldið og kom þá til hennar lítil stelpa og bað um bita. Gaf hún henni bita og fór að lesa í bók. Fylltist síðan húsið af huldufólki sem var að dansa og skemmta sér. Þegar hún fór í fjósið um kvöldið kom huldumaður til hennar og vildi fá hana til lags við sig. En hún þýddist hann ekki. Kom þá huldukona til hennar með böggul og vildi gefa henni það fyrir að hafa verið góð við barnið hennar og leiðinleg við mann hennar. Í bögglinum var fallegur búningur. Að ári liðnu vildi Signý fá að vera heima því að hún sá hvað Helgu hafði vegnað vel árið áður. En ekki gekk það nú eins vel. Hún gaf ekki barninu bita heldur sló hún það. Þegar fólkið kom heim um kvöldið lá Signý marin og blá á gólfinu. Dó hún stuttu síðar. Helga fór til kirkjunnar í búningnum og hitti þar einn glæsilegasta mann sveitarinnar og þau giftust.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1536 EF
E 67/51
Ekki skráð
Sagnir
Hefndir huldufólks, verðlaun huldufólks, jól og samkomur huldufólks
ML 6015A, scotland: f137 og scotland: f110
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Herdís Jónasdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017