SÁM 88/1520 EF

,

Heimildarmaður segir að oft dreymi mann það sem hafi komið fyrir mann í vöku. Nóttina sem að snjóflóð féll í Hnífsdal árið 1910 dreymdi heimildarmann það að hann væri staddur fyrir utan húsið sitt í Hnífsdal. Sá hann þá margar líkkistur standa þar á bersvæði. Þær voru misstórar og dökkar á litinn. Sá hann menn þar nálægt og spurði hann þá hvað verið væri að gera við þessar kistur. Fékk hann það svar að verið væri að bíða eftir því að séra Guðmundur myndi syngja yfir þeim. Vaknaði síðan heimildarmaður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1520 EF
E 67/40
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, fyrirboðar, náttúruhamfarir og snjóflóð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valdimar Björn Valdimarsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
24.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017