SÁM 90/2216 EF

,

Draumar og trú á þeim. Hún var mikil. Á tímabili dreymdi heimildarmann mikið og þessir draumar virtust vera ómerkilegir en komu samt fram. Einu sinni réri heimildarmaður á bát og um helgar var hann heima hjá manninum sem að hann réri hjá og þá dreymdi hann oft ýmsa drauma. Einu sinni dreymdi hann draum og þegar hann var að fara út um morguninn var Guðmundur Hallsson staddur þarna. Heimildarmanni datt í hug að segja honum drauminn. Í draumnum fannst honum sem að hann stæði fyrir framan verbúðirnar og þá kom til hans maður sem sýndi honum fimm eldhnetti líða úr vestrinu hver á eftir öðrum. Þá skall síðan yfir þá hagl. Guðmundur réði drauminn og sagði hann að þetta væri fyrir stríði. Stuttu seinna skall stríðið á. Eina nótt dreymdi heimildarmann að hann væri staddur fyrir utan verbúðirnar. Upp úr laut þar nálægt kom blóðgusa. Seinna fréttir heimildarmaður að bóndi einn hafði misst kúna sína ofan í eina þessa laut og drepist þar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2216 EF
E 70/7
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, húsdýr, sjósókn, hernám, verbúðir og loftsýnir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Kristófersson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
26.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017