SÁM 89/2070 EF

,

Heimildarmaður var eitt sinn að fara ferð ásamt fleirum frá Hesteyri og til Ísafjarðar. Heimildarmaður fór og færði bátana og tók vatn í þá. Hann gerði bátana tilbúna fyrir næstu ferð. Oft þurfti vélamaður að vaka lengi. Eitt sinn var heimildarmaður annar vélstjóri og gekk það ágætlega. Seinna var heimildarmaður fyrsti vélstjóri og einu sinni voru þeir 30 tíma að komast frá bjargi og til Ísafjarðar. Það varð að standa við vélarnar á meðan þær voru í gangi. Einu sinni hafði heimildarmaður staðið við vélarnar í hálfan annan sólarhring. Það var aðeins einn vélstjóri á vetrarvertíðinni. Það var oft mikil keyrsla á einn mann. Einu sinni var stýrimaðurinn á vakt þegar heimildarmaður fór og fékk sér kaffi. Þá drapst á vélinni. Báturinn fékk högg og lagðist hann þá á hliðina og lá eins og hann væri kominn á grunn. En þá var þetta aðeins bára sem að hann hafði fengið á sig.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2070 EF
E 69/40
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Sjósókn , ferðalög , lækningar , veikindi og sjúkdómar , bátar og skip og tæknivæðing
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 89/2071 EF

Uppfært 27.02.2017