SÁM 94/3875 EF

,

En nú voruð þið með mjólkurkýr þarna? sv. Við höfðum yfirleitt átta kýr, ellefu mest. Og þær voru eiginlega bæði til mjólkur og maður ól upp eins mikið eins og maður gat fóðrað, til að selja. Og lifðum mikið á rjómanum ............ sp. Þið hafið selt rjómann í krímeríið þá? sv. Já. sp. Hvenær var það stofnað? sv. Nítján sjö, minnir mig. sp. Og hvað gerðuð þið svo við mjólkina? sv. Kálfarnir fengu skilvindumjólkina, nema það sem var brúkað í skyr. Það gerðu nú allir góðir Íslendingar skyr. sp. Hvernig gerðuð þið það, þarna heima? sv. Ég gerði nú ekki mikið af að gera skyr en, en, það flóaði mjólkina og lét hana kólna, notaði hleypir í hana, hafði...... sem var kallað, dáltið skyr, ég man ekki hvurnig, ég gerði það nú ekki nema stundum svo ég man ekki......... bara svona síað það. Amma bjó til oggolega gott skyr..... Nú getur maður búið til svo ansi gott skyr bara úr áfunum sem maður kaupir í búðinni. sp. Já, gerir þú það? sv. Ég geri það stundum. sp. Hvernig síar þú það þá? sv. Þú setur bara á síu og, eins og maður gerði með hitt, þegar búið er að..... það hleypur bara..... og ég bakaði nú upp í..... og lætur það vera inni í hálftíma og snýrð þessu af og skilur það eftir yfir nótt. Og þá færðu skyr á morgnana. .........og það er svo fínt. sp. Hvað hefurðu í síuna þá, hvaða efni? sv. Eitthvað sem að, hún er ekki of þétt. Það....... það er brúkað oft fyrir glugga, ég man ekki hvað það er kallað ...... eins og maður brúkar til að sía, þunga poka frá gamla tímanum. Ég veit nú ekki hvað maður ætti að fá núna. Maður hefur ..... ennþá uppá gamla tímann. sp. Einhverjar svona tuskur bara? sv. Já, .........léreft sem er ekki of þétt. sp. Gerðuð þið fleira úr mjólkinni eitthvað, mysuost? sv. Mysuost, já mamma bjó til hvítan ost. sp. Hverju bættuð þið í mysuna til að gera mysuostinn? sv. .....smjör og sykur. En það, þetta, það er soðið niður í svo lítið. ....... orðið electric, það var nógur eldiviður til að kynda undir því allan daginn. sp. En með kjötvörur og þess háttar mat, hvað bjugguð þið til af því? sv. Pabbi hafði alltaf hangikjet..... Hann reykti alltaf feitasta kjötið sem var of feitt til að borða það áður en maður reykir það. sp. Hvað notaði hann þá við reykinguna? sv. Hann notaði Willow og tíndi eins og þeir gerðu á Íslandi, svona tað. sp. Já, notaði hann það? sv. Já, eitthvað sem að gerði, ég man ekki, hann hafði ofn sem hann setti hann í, gróf niður og, hann hafði töluvert niðri, hafði reykhús og það var..... Það var gripakjötið sem pabbi reykti svoleiðis. Það var ekki náttulega eins gott eins og lambakjötið er.... á Íslandi, það er voða gott. Það er alveg indælt. sp. Hvernig var með þessa íslensku rétti, rúllupylsu og blóðmör og....? sv. Það var alltaf búið til. sp. Og kökur sem þið hafið bakað, það hefur verið uppá íslensku líka? sv. Já.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3875 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019