SÁM 89/2050 EF

,

Álög voru á Nesvogi, þar áttu að farast nítján eða tuttugu manns. Eftir aldamótin hefur enginn farist í honum. Árið 1920 var allt ísilagt þarna yfir en maður fór inn á Skógarströnd og ekkert hefur spurst til hans. Álög voru á hólma sem skipti merkjum á milli Straums og Háls á Skógarströnd. Heimildarmaður átti við hólmann og missti bóndinn eina á stuttu seinna. Þúfa var í túninu á Straumi sem ekki mátti slá. Bóndi lét slétta túnið. Heimildarmaður veit ekki hvort að eitthvað kom fyrir hann. Álagablettur er í Stafey. Þar er bjarg og þar er blettur sem að ekki má slá. Heimildarmaður veit ekki af hverju þessir blettir urðu að álagablettum.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/2050 EF
E 69/26
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Álög , tíðarfar og slysfarir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Gísli Sigurðsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
24.04.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017