SÁM 94/3860 EF

,

Þú talar um stúkuna, var mikið drukkið í bænum þá? sv. Heldurðu að það hafi verið drykkjuskapur í gútemplarstúkunni? sp. Nei, það hlýtur að hafa verið á móti einhverju? sv. Já, heldur betur, já, ég held það nú. Það getur nú vel verið að það hafi einstaka fugl fengið sér rétt sopa. Ég efast ekkert um það. sp. En á böllunum hérna í bænum? sv. Veistu það, það er var nú ekki, júkraeinían fólkið, það gerði nú löndunum oft skömm til. Það bjó sinn eiginn brenn til og það brúkaði það en það var ekki hægt að segja að það væri mikill drykkjuskapur. Ekki eins og landarnir voru mikið verri heldur en júkraeinían fólkið, held ég. En það allt saman bruggaði, það bruggaði flest af því eitthvað og það náttleg ahefur drukkið það en það var ekki eins, bara ekki eins mikið á því einsog, einsog landarnir okkar; Þeir voru ekki góðir. sp. Voru þeir eitthvað að brugga sjálfir þá? sv. Nei, ég held að það hafi verið alveg óhætt að segja það – ég veit ekki um neinn sema beint fór – en það voru júkraeinían mennirnir sema, var fólkið sema var alltaf að brugga eftir að það kom hingað, fór að koma hingað. sp. En hvar komust landarnir þá í brennivín? sv. Ja, þeir komust það, þeir komust í, þeir fengu nú alls staðar keypt brennivíni, upp til Winnipeg og allstaðar, hægt að kaupa brennivín en þeir fóru líka að taka þetta hómbrjú, að drekka þetta hómbrjú hjá júkraeinían fólkinu. Það var; og það var það sem byrjaði á því, það er alveg áreiðanlegt. Það voru ekki landarnir okkar sem byrjuðu að farað búa til þetta hómbrjú, það er eitursureviss (?). sp. Urðu þeir eitthvað veikir af þessu? sv. Æjá, það var vont, það var vont, vont. Það var að svíkjast með þetta því að þetta var ekki löglegt. Það þurfti að svíkjast með þetta – þeir voru, þessir aumingja menn sema voru nú, gátu nú ekki verið utan það en náttleg að reyna að fá sér þetta hómbrjú og þetta var mismunandi búið til og þeir voru veikir af þessu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3860 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Brugg og áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019