SÁM 94/3876 EF

,

Ég þarf svo að fá upplýsingar um hvar þú ert fæddur og þh. sv. Hvar ég er fæddur, ég er fæ, ég er fæddur rúmlega hálfa mílu hér fyrir austan, hér í Víðirbyggðinni, á árinu nítján hundruð og tíu. sp. En foreldrar þínir, hvaðan koma þeir? sv. Pabbi var fæddur suður af,,, Mikileynni, en mamma var fædd á Víkingsstöðum sem er skammt fyrir suðaustan þar sem þorpið Riverton er nú. sp. Jájá, þannig að þau eru bæði fædd hér í Kanada? sv. Jájá. Á ég að ættfæra konu mína líka? Faðir hennar var Tryggvi Halldórsson, fæddur við Íslendingafljót á Halldórsstöðum, móðir hennar var Guðný Jóhannesdóttir, Jónassonar sem bjó á Jaðri við Winnipeg vatn. Og hún var fædd í Winnipeg. Móðir þín var fædd í Winnipeg? Já. Og Lóa hérna, er fædd hérna í Víðirbyggð líka. Einsog ég. sp. En hvaðan er allt þetta fólk ættað af Íslandi? sv. Eh, pabbi minn, Sigurður Finnsson, var sonur Kristjáns Finnssonar, var fæddur í Kleppsbúð undir Jökli á Snæfellsnesi. En mamma mín, Sigríður Halldórsdóttir Reykjalíns, ég er ekki alveg viss hvar hún var fædd. En móðurafi minn, móðir mín var Hildur Sigfúsdóttir, Péturssonar. Sigfús var fæddur á, ég held á Meðallandi í Norður-Múlasýslu, og kona hans, Þóra Sveinsdóttir, amma mín, var, hún var ekki fædd á Vopnafirði, en hún var talin frá Vopnafirði. Föðurafi Lóu, Halldór Jónsson, hann var fæddur á, í Skagafirði, en ekki er ég alveg viss, ég er ekki alveg viss um heimilisnafnið. Og Ingibjörg Jónatansdóttir, kona hans, var Skagfirskingur líka. En móðurafi hennar, eða Jóhannes Jóhannsson, fæddur á Hafrastöðum í Mýrarsýslu þarna, eða, Dalasýslu, ég man ekki hvurt ((Hún: Já)). Dalasýslu. Og, Halla, móðuramma hennar, var fædd á Hamri, og er það Mýrarsýsla eða Dala, eða er þetta í borg, Borgarfjarðarsýslu? Það er ekki langt frá Borgarnesi, að minnsta kosti. sp. Voru fleiri ættingjar þínir sem komu hingað vestur? sv. Ættingjar mínir? Eh, neja, Sigfús var einn af hans fjölskyldu sem kom, en tveir bræður Þóru, konu Sigfúsar, fluttust hingað vestur líka, og móðir þeirra, en, ég veit nú ekki, hvurt að þeir voru tveir bræður sem ég veit um, langafi minn, Halldór Reykjalín og Hjálmar bróðir hans. Halldór settist að á Mikleynni átján hundruð sjötíu og sex. Já, og föðurafi minn og langafi minn fluttu sjötíu og sex líka. En móðurafi minn og amma átján sjötíu og átta. sp. Hvernig var svo með tungumál á þínu heimili, var alltaf töluð íslenska? sv. Alltaf. sp. En hvar lærðir þú ensku? sv. Á barnaskóla. sp. Og það hefur verið eins með þig, eða hvað? sv. Jájá, móðurafi minn bjó á næsta heimili, ég talaði við hann daglega þartil ég var átján ára. Þá dó hann. Og hann bjó hér full fimmtíu ár og talaði aldrei eitt einasta orð í ensku. sp. Vildi hann ekki læra það? sv. Nei, hann ha, hann lagði ríkt á við mig að leggja aldrei niður íslenskuna. Það væri fallegasta tungumál í heimi. Og hann hefði átt að vita það, það var eina tungumálið sem hann talaði hahahaha. sp. En hvað finnst þér um íslenskuna? sv. Hvað finnst mér um íslensku? Ég hef gaman af að lesa íslensku og... sp. En þú ert ekki með svona hugmyndir einsog hann? sv. Að tala bara íslensku? sp. Nei, að þetta sé fallegasta tungumál í heimi? sv. Nei, ég er ekki fær að dæma um þetta því ég tala bara tvö tungumál, ensku og íslensku. sp. Nei, maður heyrir þetta oft, að þetta sé alveg sérstakt mál. En hvernig var þetta heima hjá þér eftir að þú ferð að læra ensku, ferðu þá ekki að blanda saman ensku og íslensku? sv. Jújú, það byrjaði snemma að blandast saman og verstir voru þeir sema voru fæddir á Íslandi. Þeir blönduðu ensku og íslensku miklu heldur en fyrri kynslóðin gerði. Þriðja kynslóðin yfirleitt talar aungva íslensku en þeir sama tala íslensku á annað borð, nota ekki neitt nærri eins margar enskar slettur einsog þeir sem komu frá Íslandi fyrir aldamótin. sp. Hvernig stendur á því, var einhver umræða um þetta? sv. Ó, það var hérna, að parti að þeir voru að reyna að æfa sig í enskunni, og hætti til að blanda inní og, en, það voru einstaka Íslendingar sema vildu alveg bara gleyma íslensku og öllu sem íslenskt var. sp. Töluðu þeir þá svona illa um Ísland eða hvað? sv. Ha, ó, sumir já, sumir töluðu illa um, aðrir, flest af því talaði ósköp hlýlega um blessað gamla landið en,- sp. Hann hefur gert það þessi afabróðir þinn sem þú varst að tala um? Sem var að tala um íslenskuna við þig? sv. Afi minn? Ja, hann talaði nú ekkert mikið um Ísland en aldrei niðrandi, nei. sp. En voru reglur einhverjar á heimilinu hjá þér, var reynt að skamma þig ef þú talaðir ensku eða blandaðir saman? sv. Nei, jú, pabbi og mamma efa á, að reyna að tala hreint mál, hvort heldur sem var á ensku eða íslensku. Ekki, ekki að blanda þeim saman. sp. OG var þá talað eitthvað um fólk sem gerði það? sv. Já, auðvitað gerði maður að gamni sínu að öllum sema, sema töluðu það sem við kölluðum Selkirk íslensku. Ég man eftir einum Íslending sem flutti frá Selkirk og, og merin hans varð fyrir slysi. Og hún fór úr lið á framlærinu hahahahaha.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3876 EF
GS 82/15
Ekki skráð
Lýsingar
Vesturfarar , æviatriði og tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Brandur Finnsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019