SÁM 93/3700 EF

,

Jón er spurður út í drauma, hann segir að sig hafi mikið dreymt fyrir daglátum þannig að hann vissi hvað færi fram dag hvern; hann segir mikilvægt að skrifa niður draumana sína og vera meðvitaður um þá; hann segir að þegar hann var að alast upp hafi verið meira talað um drauma en nú. Hann segir frá draum sem konu hans dreymdi þar sem Ólafur að Hurðarbaki, sem hafði látist um ári áður, kom með stóran léreftspoka til hennar sem hann bað hana að geyma fyrir sig. Daginn eftir kemur sonur hans með dót úr frystigeymslu sem verið var að tæma, í léreftspoka, og bað um að þau um að geyma í ískistu sem þau voru með. Hann segir aðra sögu af manni sem hann þekkti sem sótti að mikið máttleysi, hann hafi ekki nennt að slá og því farið inn að leggja sig; hann dreymir að það kemur til hans kona frá Steinsholti í Leirársveit sem var nýlátin og biður hún hann að líta eftir kúnum sínum fyrir sig; þegar hann vaknar og fer út að slá sér hann að kýrnar frá Steinsholti eru að koma suður yfir ána, hann fer til þeirra og víkur þeim heim aftur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3700 EF
ÁÓG 78/16
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Draumar og fyrirboðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Bjarnason
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
21.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 28.05.2018