SÁM 90/2243 EF

,

Önnur sagnfræðilega sönn saga frá Höfn. Þetta gerðist á undan sögunni sem sögð er hér á undan. Gunnlaugur, faðir Gunnlaugs læknis í Reykjavík var lítið barn í Höfn. Það kom einu sinni til hans maður sem sagðist vera sunnan af landi. Hann biður um leyfi til að deyja á þessum bæ, Höfn í Bakkafirði. Jón, afi Gunnlaugs var gestrisinn og leyfði honum að setjast þarna að. Hann trúði þó ekki að maðurinn myndi deyja því að hann kom af ferð. Þessi maður er með byssu með sér og gefur fyrirmæli um það að þegar hann deyi eigi einhver að halda á byssu fyrir framan sig. Hann fékk að velja sér stað til að vera á og valdi sér stað sem kallaðist dimmi gangur, þá voru engin rafljós og þar var enginn gluggi, þetta var bara geymsla. Þar er búið um hann. Það liðu ekki nema þrír daga þar til hann dó. Hann lagðist bara fyrir og það var staðið með byssuna eins og hann hafði viljað. Henni var sagt þetta í Höfn og Gunnlaugur heitinn sagði henni þetta. Pabbi heimildarmanns skráði þessa sögu í Grímu


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2243 EF
E 70/25
Ekki skráð
Sagnir
Furður og feigð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurbjörg Sigurðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.04.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017