SÁM 90/2108 EF

,

Frásögn af mótorbát. Heimildarmaður var fyrsti formaðurinn á mótorbát hjá Stefáni Konsúali. Báturinn hét Bjólfur. Nokkrir menn ásamt heimildarmanni ákváðu að kaupa sér slíkan bát. Þeir fóru til verslunarstjórans og endirinn varð sá að Árni bróðir heimildarmanns fór erlendis til að athuga með peninga fyrir bátinn. Verslunarstjórinn úti sem að hét Þórarinn samþykkti þetta og var bátur smíðaður úti. Hann var 9 tonn. Í bátnum átti að vera 8 hestafla vél. En hún var ekki til þannig að það var sett 10 hestafla vél í staðinn. Erfiðlega gekk að koma bátnum af skipinu og var hann settur upp á bryggju. Lítið var til af tækjum til að sjósetja bátinn. Safnað var saman fólki til að koma bátnum út á sjó og það gekk vel. Farinn var prufutúr á bátnum og það var mikil skemmtun.

Sækja hljóðskrá

SÁM 90/2108 EF
E 69/64-65
Ekki skráð
Sagnir
Smíðar, verslun og bátar og skip
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Símon Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.06.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017