SÁM 89/1891 EF

,

Þorvaldur Jónsson kaupmaður og Guðmundur Bergsson. Hafsteinn missti son í taugaveikinni. Þorvaldur læknir átti tvær dætur og dó önnur þeirra úr taugaveikinni. Nokkkrir létust úr henni á Ísafirði. Þorvaldur var með apótek og bókabúð. Guðmundur vann við afgreiðsluna en hann orti mikið. Þegar Matthías Jochumsson átti afmæli þá sendi hann honum þessa vísu; Tvíelleftur ertu enn. Sögðu menn að hann hefði kveðið hann niður því að hann lést þremur dögum seinna. Annað kvæði orti hann líka um annan mann; Af hverju hamast dauðinn. Jón Grímsson átti bát sem að hét Samson. Hann lenti í hrakningum og töldu sumir að á hann hafi verið minnst í seinni vísunni. Kosningar fóru fram á Ísafirði árið 1901 eða 1902 og söfnuðust menn saman úti við og þar voru haldnar ræður. Guðmundur hélt ræðu um Hafstein og stóð upp á stól á meðan því að hann var frekar lítill maður. Hann var þó rekinn niður af stólnum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1891 EF
E 68/72
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Hagyrðingar , stjórnmál , veikindi og sjúkdómar , verslun og bátar og skip
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Valdimar Björn Valdimarsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
29.04.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017