SÁM 90/2275 EF

,

Sagnakonan bjó ásamt manni sínum í stóru húsi á sjávarbakka. Þar voru einnig hjón í húsmennsku. Þau héldu til uppi á loftinu. Konan dó, hennar maður Eiríkur að nafni sótti sjóinn. Einn morgun í blíðskaparveðri heyrir sagnakonan að það er gengið um á vaðstígvélum uppi á lofti. Hún verður mjög hissa því henni fannst með ólíkindum að Eiríkur hefði ekki farið á sjóinn, því hann fór alltaf. Hún kallar, en fær ekkert svar. Enn heyrir hún fótatakið. Hún fer upp, en þar er enginn. Tvö hús voru þarna við sjóinn hlið við hlið. Annað þeirra hafði verið flutt frá Seyðisfirði. Nágrannar sagnakonunnar fullyrtu að það væri reimt í eldra húsinu, (þau hjónin bjuggu í hinu) það hafði hengt sig þar maður. Sagnakonan var alls ekki trúuð á slíka hluti, en þetta atvik vakti hana til umhugsunar. Eitt sumar dvaldi systir sagnakonunnar hjá henni. Hélt hún því fram að það væri draugur í húsinu. Svo bar það til fyrri part dags að fullorðinn maður var gestkomandi á heimilinu og voru þau þrjú að spjalla saman í eldhúsinu. Sagði þá sagnakonan upp úr eins manns hljóði: Þeir eru bara komnir. Átti hún þá við mann sinn og þá sem sóttu sjóinn með honum. Heyrðist henni þeir ganga inn ganginn sem var nokkuð langur til eldhússins. Þreif hún til kaffikönnunnar því vaninn var að gefa þeim kaffi fyrst af öllu er þeir komu af sjónum. Opnaði hún eldhúshurðina en enginn kom. Systirin fullyrti að þetta hefði verið draugurinn. Eins og fyrr sagði var sagnakonan ekki trúuð á slíkt en þessa atburði upplifði hún og fengu þeir hana til að hugsa um að líklega væri eitthvað til sem ekki væri hægt að útskýra


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2275 EF
E 70/28
Ekki skráð
Reynslusagnir
Reimleikar og nýlátnir menn
MI E410
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Kristinsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
15.04.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017