SÁM 88/1582 EF

,

Tröllabyggð átti að vera í Klukkugili í Suðursveit. Þorsteinn Gissurarson tól var með öðrum mönnum í fjallgöngu og komu að stórum sporum. Þorsteinn fór að glenna sig í sporin. Um nóttina dreymdi hann að til hans kæmi tröllkona og sagði að það hafi verið óþarfi að glenna sig í sporin sín og gera gys að þeim. Af því skyldi hann hljóta verra af. Þorsteinn tók sótt og krepptist annar fótur hans. Hann samdi um það kvæði. Eitt sinn var maður í göngu í Klukkugili og gekk fram á Garðhnaus og horfði ofan í gilið. Við Steinkutorfur voru þrjár tröllskessur að dansa. Maðurinn hljóp heim að Kálfafelli þar sem hann bjó og hlupu skessurnar á eftir. Skessan sem bjó þarna átti að heita Klukka og þaðan dregur gilið nafn sitt. En önnur saga er að þar hafi verið papabyggð. Þegar paparnir fóru gengu þeir frá klukkum sínum í Klukkugili. Maður frá Kálfafelli fór í eftirleit þar í fjallinu. Hann hét Þorsteinn Þórðarson. Þegar hann kom inn á Garð var lítið farið að birta svo hann dokaði við. Þá rann á hann svefnhöfgi en hrökk við að hann heyrði nafn sitt drynjandi röddu í dalnum fyrir neðan.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1582 EF
E 67/85
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, fornmenn, draumar og tröll
MI F455
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorsteinn Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.05.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017