SÁM 89/1717 EF

,

Langamma heimildarmanns var yfirsetukona og grasalæknir. Hún bjó í Miðdölum. Eitt kvöld þegar hún var háttuð, mundi hún eftir því að það vantaði einn náttpottinn. Hún brá sér fram í eldhús en fann þá að gripið var í handlegg hennar og fylgdi hún því út. Þá var þetta karlmaður sem leiddi hana út fyrir túngarð og inn í kot. Hún fór höndum um konuna og barnið fæddist. Maðurinn fylgdi henni heim að bæjardyrum, en sagðist ekki getað launað henni því hann væri fátækur, en sagði að enginn í hennar ætt myndi deyja af barnsförum í 9. lið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1717 EF
E 67/175
Ekki skráð
Sagnir
Ljósmæður hjá álfum, ljósmæður, verðlaun huldufólks og lækningar
MI F372.1, ml 5070, tmi m31, tmi k61 og tmi m351
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Helga Þorkelsdóttir Smári
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.10.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 27.01.2019