SÁM 85/279 EF

,

Eitt sinn var maður á ferð í Reyðarfirði og var að fara frá Búðareyri og norður á Stuðla þar sem hann bjó. Þegar hann kom inn fyrir Kollaleirukrókinn fannst honum eitthvað vera á eftir sér og var alveg við hælana á honum annað slagið. Fór hann þá að greikka sporið og endaði með því að hann hljóp í dauðans ofboði heim að næsta bæ. Þar var bærinn opinn og snaraðist hann inn og skellti aftur hurðinni. Varð þá fótur hans fastur við dyrnar og kallaði hann á hjálp og kom heimilisfólkið honum til aðstoðar. Kom þá í ljós að þetta sem að hafði verið á eftir honum og slegist í hæla hans annað slagið voru aðeins lausar reimar á skónum hans. Þegar hann síðan skellti hurðinni hafði reimin orðið eftir úti


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/279 EF
E 65/12
Ekki skráð
Sagnir
Draugatrú
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hrólfur Kristbjarnarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017