SÁM 89/1935 EF

,

Af Hornströndum. Í október 1924 kom mikið óveður. Tveir bátar voru á hausttúr við bjargið og hét annar þeirra Rask. Um nóttina skall á mikið óveður. Þessir tveir bátar lentu í erfiðleikum við bjargið. Faðir heimildarmanns sagði að núna hefði orðið slys. Skipið Rask fórst og seinna fóru að reka í land hlutir úr skipinu. Kom fljótlega fram mastrið af skipinu og fleira með því. Menn gengu fjörur til að gá að leifum af mönnunum en fannst bara einn fótur. Heimildarmann dreymdi að til sín kæmi maður og hann var með blautt hár og fannst heimildarmanni að hann kannaðist við hann. Hann þekkti hann þegar hann komst að því hvaða menn höfðu verið þarna á bátnum. Fóturinn var jarðsettur á Ísafirði. Páll var stýrimaður á Djúpbátnum og hann sýndi fætinum virðingu þótt hann hefði verið talinn harður karl.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1935 EF
E 68/99
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, slysfarir, nýlátnir menn, náttúruhamfarir og bátar og skip
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Guðnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017