SÁM 90/2145 EF

,

Heimildarmaður var mjög berdreyminn og hann gat farið eftir þessum draumum sínum þegar að hann var formaður. Það kom fyrir að hann dreymdi að hann væri staddur í landi og sæi brotsjó á ákveðnum stað og skip sá hann líka sem að hann taldi vera skipið sitt. Það var þá gott að setja þar lóð. Ef að sjór gekk hátt á land í draumum var það fyrir afla. En fjörur voru fyrir aflaleysi. Það var fyrir afla að borða kindakjöt en ef það var selkjöt eða hrossakjöt þá var það fyrir slæmu. Heimildarmann dreymdi að hann væri staddur fyrir austan húsið sitt og kom þá til hans maður. Túnið var eitt sandflæði og búið var að færa húsið. En síðan kom í raun að draumurinn var fyrir því að heimildarmaður flutti húsið sitt því að þarna kom flóð.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2145 EF
E 69/93
Ekki skráð
Sagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sæmundur Tómasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.10.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017