SÁM 93/3787 EF

,

Spurt er um hvort mikið af Drangeyjarfugli hafi komið í Svarfaðardal en það kom dálítið af honum þegar Sveinbjörn var unglingur en hann man lítið eftir því. Sveinbjörn segir síðan frá hvert var farið til að ná í fuglinn en spyrill athugar með hvort fólk keypt fulginn með taglhárum en Sveinbjörn man bara að fuglinn hafi verið sóttur vestur. Spyrill athugar svo með hvort Skagfirðingar hafi ekki komið í Svarfaðardal á veturna til að ná í hrosshár og hvort taglhárin hafi ekki verið geymd þegar þau voru rökuð af hrossunum á vorin. Sveinbjörn man ekki eftir því að Skagfirðingar hafi komið en hann segir að faxhárin hafi verið geymd og notuð í reipi. Sveinbjörn heldur svo áfram að tala um Drangeyjarfuglinn og hversu lengi flutningar á honum stóðu og hvernig hann var verkaður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3787 EF
FJ 75/55
Ekki skráð
Lýsingar
Hestar, ferðalög, verslun og fuglaveiðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinbjörn Jóhannsson
Frosti Fífill Jóhannsson
Ekki skráð
11.09.1975
Hljóðrit Frosta F. Jóhannssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 10.01.2019