SÁM 94/3876 EF
En þið hafið farið til Íslands hvað, einu sinni? sv. Einu sinni. Þrjár vikur. sp. Hvernig fannst ykkur? sv. Við höfðum það bara gaman af ferðalaginu. Það bara endaði svo hörmulega. Hún fékk heilablóðfall rétt eftir að við komum heim. Já, það er, okkur þótti ákaflega skemmtilegt að, að sjá landið, ...... en ekki vildi ég fara og eiga þar heima. sp. Er það ekki? sv. Nei. sp. Hvað finnst þér að? sv. Það er svo gróðurlaust í samanburði við sem það er hér. sp. En kom það þér á óvart eitthvað? Var það öðruvísi en þú hafðir? sv. Ég hafði eiginlega ekki neina hugmynd um það, hvernig það ætti að vera. En gaman varað ferðast norður yfir landið. sp. Hafði gamla fólkið ekkert verið að segja þér frá þessu? sv. Jú, svona dálítið en, heldurðu að krakkar hlusti á afa sinn á ömmu. sp. Maður veit aldrei, sumir. sv. Ja, það er, það eru ekki margir. sp. Þú manst ekkert hvað þau sögðu? sv. Eh, satt að segja man ég ekki eftir öfum mínum. Ég þekkti aldrei ömmur mínar, voru dánar báðar löngu áður en ég fæddist. Satt að segja man ég ekki oft eftir þeim að tala um Ísland. Nema hvað þeir, hvað þeir gátu, hérna, hatað Danina, heitt og innilega. Ég fann það núna þegarað við komum til Íslands að við, hérna þriðja kynslóðin, hötuðu Dani miklu heitar og innilegar heldur en þeir sem eru uppi á Íslandi núna.
SÁM 94/3876 EF | |
GS 82/15 | |
Ekki skráð | |
Lýsingar | |
Ferðalög | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Brandur Finnsson | |
Gísli Sigurðsson | |
Ekki skráð | |
20.06.1982 | |
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar | |
Engar athugasemdir |
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019